Færanlegt eldhús, Til hvers?

Ferðaþjónusta: Það hefur færst í vöxt að farið sé með ferðamenn í ýmsar hálendisferðir bæði ríðandi, gangandi og á torfærubifreiðum , svo og ýmsar æfintýra og hvataferðir. Þá getur verið gott að geta boðið upp á heita máltíð og hvíld þar sem ekki er í önnur hús að venda.
Verktakar: Oft þurfa verktakar að sinna ýmsum smá verkum við erfiðar aðstæður í stuttan tíma. Þá er oft kostnaðarsamt, eða jafnvel ógjörningur, að koma á staðinn mötuneyti og hvíldaraðstöðu, sem torfærubifreiðin fer létt með.
Björgunarsveitir: Við stærri björgunaraðgerðir,sem stæðu yfir í lengri tíma, en nokkrar klukkustundir, gæti verið gott að hafa upphitað eldhús, með aðstöðu til að matast og hvílast. Og hægt væri að flytja hvert sem væri, á trukknum, eða jafnvel með stórri þyrlu.
Rannsóknarleiðangrar: Oft eru ýmsir smærri leiðangrar við ýmis rannsóknar og vísindastörf inni á öræfum landsins. Jafnvel stærri leiðangrar þurfa tíma og aðstöðu til bráðabirgða meðan þeir eru að koma fyrir varanlegri aðstöðu. Kvikmynda og myndatökuflokkar: Eru oft mjög háðir veðri og þurfa að nýta vel skamman tíma. Þá hefur reynst hentugt að fá eldhúsið um fjöll og fyrnindi og upp á jökla og geta bæði eldað og leitað þar skjóls við kalsöm störf.
Ættarmót: Það hefur fæst í vöxt að halda ættarmót jafnvel á eyðibýlum eða í átthögum einhvers ættföðurs. Þá getur verið gott að ganga frá matarmálum með einu símtali og fá á staðinn fullbúið eldhús með tækjum til matargerðar fyrir 200 til 400 manns. Og jafnvel Aðstöðu til borðhalds fyrir þann fjölda með því að bæta við stóru tjaldi.
Útisamkomur: eða fundir á stöðum þar sem ekki er aðstaða til eldunar eða að matast.

Færanlegt eldhús:

Rekstur og útleiga á færanlegu eldhúsi og mataðstöðu.
Um er að ræða eldhús og eða mataraðstöðu í nokkurskonar gám , sem er frá rússneska hernum og var hluti af almannavarna- og vígvallasjúkrahúsi.
Gámurinn er á 6X6 Uraltrukk og með áföstum búnaði til að taka hann af og setja á bílinn, á aðeins örfáum mínútum. Hann er einnig með útfellanlegar hliðar, þannig að hann nær þrefaldri stærð þegar honum hefur verið flett í sundur.
Mýrdælingur ehf á tvo svona trukka og gáma og hefur annar þegar verið innréttaður og tekur 24 manns í sæti við borð og vinnuaðstöðu fyrir kokk í eldhúsi að auki.

Eftirtalinn búnaður er í öðru húsinu:
Mataraðstaða fyrir 24 manns
18 kw eldavél, með 6 kw ofni, 6 kw. Steikarpanna.
Djúpsteikingarpottur 6 kw. Hitabað 3,5 kw (öll eldunartæki eru fyrir gas)..
loftræstivifta í eldhúsi. Þrjú vinnuborð í eldhúsi.
Rafstöð, 6 kw og rafmagnstafla með úrtökum fyrir AC 380 V þriggja fasa , AC 220 V,- DC 48 V, -DC 24 V, og DC 12 V.
vaskur. duft og kolsýruslökkvitæki.
Hitunarbúnaður fyrir kranavatn.og hitakassar til flutnings á matvælum.
260 l. vatnstankar með þrýstingi (aukavatnstankur á bifreið 6000 l. getur fylgt.)
Tankur til móttöku á frárennslisvatni.
Loftpressa og þrýstijafnari til að halda uppi vatnsþrýstingi á krönum.
11 kw. Upphitunarbúnaður óháður rafmagninu.
24 V neyðarlýsing og 200 amperstunda rafgeymar, ef rafmagn fer af.
Rafdrifinn búnaður til að lyfta húsinu, af bílnum, og stækka það í fulla stærð
Tengibúnaður, fyrir gas og rafmagn, er í báðum hliðar rýmum fyrir viðbótartæki t.d. kælir, frystir, eða auka eldunarbúnað.
Með því að vera með bæði húsin saman næðist matarastaða fyrir 50 manns. Auðvelt er að tengja á milli húsanna tjaldi eða skála eftir þörfum og bæta þannig við borðplássi eftir þörfum.
Við hljóðupptökur getur húsið starfað með fullum afköstum án rafstöðvar. (með gasi og rafhlöðum)
Búnað þennan er hægt að flytja eins og hvern annan gám með bíl, skipi eða stórri þyrlu.
Meðfylgjandi er geisladiskur, með myndum til nánari glöggvunar.
Frekari upplýsingar gefur undirritaður í síma 863-7871

Með fyrirfram þökk
Gísli D. Reynisson
Suðurvíkurvegi 5,
870 Vík Mýrdal.